Reykjanesbær úr leik í Útsvari
Nú rétt í þessu mátti Reykjanesbær sætta sig við tap gegn sterku liði Reykjavíkur í undanúrslitum spurningakeppni sveitarfélagana, Útsvari. Lokatölur urðu 63-71 þar sem höfuðborgin var með forystu allt frá upphafi. Ekki gekk nógu vel að leika hjá Reykjanesbæ en þema þáttarins var að þessu sinni eyjar. Auk þess var liðið töluvert lengi í gang. Reykjanesbæ náði að klóra í bakkann undir lokin en svo fór sem fór.