Reykjanesbær undirritar samning við vélhjólafélagið
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð undirritaði í gær undir samning við Vélhjólafélag Reykjanesbæjar um uppbyggingu og lagfæringar á svæði félagsins við Sólbrekkubraut.
Samningurinn tekur til áframhaldandi uppbyggingar, lagfæringar og hreinsunar á núverandi æfinga- og keppnissvæði félagsins við Sólbrekkubraut og greiðir MÍT samkvæmt honum félaginu kr. 800.000.
Samningurinn gildir til 31. desember 2006 en áður en samningstími rennur út munu samningsaðilar hittast og ræða áframhaldandi samningi með tilliti til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæði sem ætlað er aksturstengdum íþróttum á landsvæðinu frá Gridnavíkurvegi að "Broadstreet".
af rnb.is
Samningurinn tekur til áframhaldandi uppbyggingar, lagfæringar og hreinsunar á núverandi æfinga- og keppnissvæði félagsins við Sólbrekkubraut og greiðir MÍT samkvæmt honum félaginu kr. 800.000.
Samningurinn gildir til 31. desember 2006 en áður en samningstími rennur út munu samningsaðilar hittast og ræða áframhaldandi samningi með tilliti til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæði sem ætlað er aksturstengdum íþróttum á landsvæðinu frá Gridnavíkurvegi að "Broadstreet".
af rnb.is