Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær tók á móti 56 einstaklingum í hælisleit
Fimmtudagur 30. júní 2005 kl. 16:42

Reykjanesbær tók á móti 56 einstaklingum í hælisleit

Tekið var á móti 56 einstaklingum í hælisleit á árinu 2004,  38 körlum, 10 konum og 8 börnum. Kemur þetta fram í árskýrslu fjölskyldu- og félagsþjónustunnar fyrir síðasta ár.

Meðal aldur fullorðinna var um 27 ár. Börnin voru á  aldrinum 6 vikna til 8 ára.  Eitt barn  var í grunnskóla í Reykjanesbæ, en dvalartími einstaklinga og fjölskyldna var mjög misjafn eða frá sólahring upp í níu mánuði.

Í febrúar 2004 skrifuðu Reykjanesbær og Útlendingastofnun undir samning þess efnis að Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar skyldi sjá um ummönnun við hælisleitendur á Íslandi á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu hjá íslenskum stjórnvöldum.

Kemur það fram í skýrslunni að þessi málaflokkur falli vel að störfum félagsþjónustunnar. Fjölskyldu- og félagsþjónusta gerði sömuleiðis samning við gistiheimili í Reykjanesbæ um húsnæði og fæði fyrir þá einstaklinga sem leita hælis á Íslandi. 

Þeir sem leituðu hælis á árinu 2004 komu frá ýmsum þjóðlöndum eins og: Angóla, Congó, Eþíópíu, Mauritaníu, Nigeríu, Nýju-Guineu, Sierra Leone, Súdan, Alsír, Búlgaríu, Armeníu, Rússlandi, Hvíta Rússlandi, Rúmeníu, Moldavíu, Albaníu, Tjetseníu, Afganistan, Irak, Íran, Ísrael, Tadjikistan, Sri-Lanka og Víetnam.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024