Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær: Þrettándinn á nýjum stað
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 17:36

Reykjanesbær: Þrettándinn á nýjum stað

Þrettándagleði og álfabrenna í Reykjanesbæ verður nú haldin á nýjum stað.

Þrettándagleðin hefur undanfarin ár verið haldið við Iðavelli en ákveðið hefur verið að flytja hátíðarhöld niður að Ægisgötu (neðan Hafnargötu) þar sem aðalhátiðarhöld á Ljósanótt hafa farið fram.

Dagskrá hefst kl. 17:15 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að Ægisgötu.

Dagskrá verður svo sem hér segir

Kl. 17.30 Ægisgata
Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar mæta á staðinn.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja og Lúðrasveit Tónlistarskólans leika og syngja

Kl. 18.00  Bergið
Jólasveinar kveðja

Kl. 18.10 Bergið
Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

ATH  Bílastæði eru við Ægisgötu og Tjarnargötu 12

www.rnb.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024