Reykjanesbær tekur upp hvatagreiðslur
Til viðbótar við þjálfaralaun sem nema um 10 milljónum króna hefur Reykjanesbær ákeðið að hefja hvatagreiðslur til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga frá og með næstu áramótum.
Hvatagreiðslurnar verða kr. 7000 og geta foreldrar nýtt þær til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára. Sækja þarf um niðurgreiðsluna á íbúavefnum www.mittreykjanes.is en þar birtast upplýsingar um þau íþróttafélög og deildir sem niðurgreiðslan nær til. Greiðslan gildir fyrir hvert barn.
Hvatagreiðslurnar munu jafnframt gilda til niðurgreiðslu á gjöldum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem er nýbreytni.
Hvatagreiðslurnar eru viðbót við niðurgreiðslu á þjálfaralaunum sem nema um 10 milljónum á ári.
Texti af vefsíðu Reykjanesbæjar, VF-mynd/Þorgils
Hvatagreiðslurnar verða kr. 7000 og geta foreldrar nýtt þær til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára. Sækja þarf um niðurgreiðsluna á íbúavefnum www.mittreykjanes.is en þar birtast upplýsingar um þau íþróttafélög og deildir sem niðurgreiðslan nær til. Greiðslan gildir fyrir hvert barn.
Hvatagreiðslurnar munu jafnframt gilda til niðurgreiðslu á gjöldum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem er nýbreytni.
Hvatagreiðslurnar eru viðbót við niðurgreiðslu á þjálfaralaunum sem nema um 10 milljónum á ári.
Texti af vefsíðu Reykjanesbæjar, VF-mynd/Þorgils