Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Reykjanesbær tekur til í sorpmálum
Fimmtudagur 16. febrúar 2017 kl. 14:10

Reykjanesbær tekur til í sorpmálum

Skipa starfshóp til þess að auka sorpflokkun og endurvinnslu

Skipaður hefur verið starfshópur sem hefur það verkefni að gera tillögu að aðgerðaáætlun um það hvernig Reykjanesbær getur auðveldað íbúum og fyrirtækum bæjarins að auka sorpflokkun og endurvinnslu frá því sem nú er. Markmiðið er að koma sorpflokkun og endurvinnslu í takt við nútímann.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur skipað þau Eystein Eyjólfsson, Magneu Guðmundsdóttir og Berglindi Ásgeirsdóttir í starfshópinn. Verkefnið verður unnið í samvinnu og samstarfi við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum og Kölku. Aðgerðaáætlun verður síðan lögð fyrir ráðið og bæjarstjórnar til samþykktar. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024