Reykjanesbær tekur að sér byggingu hjúkrunarheimilis fyrir ríkið
Skrifað var undir samkomulag í gær milli Reykjanesbæjar og Félagsmálaráðuneytisins um nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ sem staðsett verður á Nesvöllum. Þar verða 30 hjúkrunarrými sem áætlað er að verði tekin í notkun á næsta ári.
Með samkomulaginu tekur Reykjanesbær að sér að uppbyggingu hjúkrunarheimils fyrir ríkið sem tekur húsnæðið á leigu undir starfsemina. Reykjanesbær er í hópi níu sveitarfélaga á landinu sem hefur samþykkt að fara þessa leið. Ábyrgð á framkvæmdum og kostnaði við byggingu hússins er þar með færð frá ríkisvaldinu yfir til sveitarfélagsins. Þess í stað verður húsnæðið eign Reykjanesbæjar að 40 árum liðnum þegar leigutíma lýkur.
Bæjarráð mun á næstu vikum meta þá kosti sem bjóðast við framkvæmdir.