Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: Tekist á um Stálpípur
Miðvikudagur 21. desember 2005 kl. 14:41

Reykjanesbær: Tekist á um Stálpípur

Guðbrandur Einarsson, Samfylkingu, lagði fram bókun fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gær þar sem þeir sögðust undrast viðbrögð meirihlutans við málefnum Stálpípuverksmiðjunnar fyrirhugðu.

Böðvar Jónsson svaraði fyrir hönd meirihlutans og sagði í bókun að ekkert væri því til fyrirstöðu að IPT fengi aðra lóð úthlutað ef þeir lykju fjármögnun.

Aðrir sem tóku þátt í umræðunum voru: Þorsteinn Erlingsson, Ólafur Thordersen, Árni Sigfússon, Jóhann Geirdal og Kjartan M. Kjartansson.

Bókun Samfylkingar
Við lýsum yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu að stálpípuverksmiðja verði ekki reist í Helguvík. Jafnframt undrumst við þá léttuð sem birtist í viðbrögðum sjálfstæðismanna. Reykjanesbær hefur eytt hundruðum milljóna til undirbúnings þessari framkvæmd. Þrátt fyrir athugun á hugsanlegu álveri í Helguvík mun þessi framkvæmd bera tugmilljóna vaxtakostnað á næstu árum sem lendir á íbúum Reykjanesbæjar að greiða.

Guðbrandur Einarsson, Jóhann Geirdal,
Sveindís Valdimarsdóttir og Ólafur Thordersen.

Bókun meirihlutans
Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að undirbúningi stálpípuverksmiðju í Helguvík að fullum heilindum frá fyrsta degi. Rétt þykir á þessum tímapunkti að afturkalla fyrri lóðarúthlutun en eins og kemur fram í bókun ATH er sjálfsagt að skoða aðra staðsetningu síðar ef IPT lýkur fjármögnun. Ástæða þess að ATH telur ekki rétt að veita frekari frest er aukinn áhugi annarra fyrirtækja á lóðinni um leið og IPT hefur ekki staðið við sett skilyrði.
Efni úr lóðinni hefur verið skynsamlega nýtt og tekjur og önnur verðmæti sköpuð með því.

Böðvar Jónsson, Árni Sigfússon, Björk Guðjónsdóttir,
Þorsteinn Erlingsson, Steinþór Jónsson og Sigríður J. Jóhannesdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024