Reykjanesbær tapar tugum milljóna á bæjarábyrgð
-hörð átök í bæjarstjórn vegna málsins fyrir 8 árum.
Reykjanesbær tapar 32 milljónum króna vegna bæjarábyrgðar sem veitt var Hauki Guðmundssyni árið 1996. Ábyrgðin var veitt fyrir 15 milljóna króna skuldabréfi sem Haukur Guðmundsson var útgefandi að. Vegna vangoldinna fasteignagjalda upp á rúmar 14 milljónir króna keypti Reykjanesbær húsnæði Íshúsfélags Njarðvíkur að Njarðvíkurbraut 51-55 á lokauppboði þann 12. nóvember sl. fyrir 24 milljónir króna.
Nokkur átök urðu um málið í bæjarráði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Á fundi bæjarráðs 16. október 1996 féllu atkvæði jöfn við afgreiðslu málsins. Á fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember sama ár var bæjarábyrgðin samþykkt með 5 atkvæðum þeirra Jóhanns Geirdals, Kristjáns Gunnarssonar, Steindórs Sigurðssonar, Björns H. Guðbjörnssonar og Sólveigar Þórðardóttur. Á móti voru Jónína Sanders, Björk Guðjónsdóttir og Þorsteinn Erlingsson. Ellert Eiríksson, Drífa Sigfúsdóttir og Anna Margrét Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Árni Sigfússon: Nauðsynlegt að kaupa húsnæðið
Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, er nú í skoðun að leigja húsnæðið til Hauks Guðmundssonar en hann er sá sami og fékk ábyrgðina á sínum tíma. Árni segir að nauðsynlegt hafi verið að kaupa húsnæðið þar sem að bærinn hefði ekki fengið fasteignagjöldin endurgreidd og einnig vegna þess að ábyrgðaskuldin stóð. Þess vegna hafi verið vert að skoða möguleika Reykjanesbæjar á útleigu á þessu húsnæði. Telur Árni að það muni skýrast á allra næstu vikum hvort að Hauki Guðmundssyni takist að skapa atvinnu í húsinu. En það er ekki á dagskrá bæjarins að leggja fjármuni í þá starfsemi.
Jóhann Geirdal: Eðlilegt að veita bæjarábyrgð á þessum tíma
Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vill taka það skýrt fram að á þeim tíma sem tillagan var flutt fram þá hafi verið hópur á bakvið hana en hann mælti með henni. Jóhann segir að á þessum tíma, þ.e.a.s. árið 1996, voru fyrirtæki sem þessi varla reist án svona ábyrgðar. Segir hann að bæjarstjórnin hafi gert þetta í fleiri tilvikum og að sumar ábyrgðir hafi þeir fengið í hausinn en sumar ekki. Tvívegis var beiðni Hauks Magnússonar tekin fyrir en í síðara skiptið var hún samþykkt. Um það vill Jóhann segja að einhver klofningur hafi verið innan meirihlutans því hópurinn sem mælti með tillögunni hafi verið í minnihluta.
Reykjanesbær tapar 32 milljónum króna vegna bæjarábyrgðar sem veitt var Hauki Guðmundssyni árið 1996. Ábyrgðin var veitt fyrir 15 milljóna króna skuldabréfi sem Haukur Guðmundsson var útgefandi að. Vegna vangoldinna fasteignagjalda upp á rúmar 14 milljónir króna keypti Reykjanesbær húsnæði Íshúsfélags Njarðvíkur að Njarðvíkurbraut 51-55 á lokauppboði þann 12. nóvember sl. fyrir 24 milljónir króna.
Nokkur átök urðu um málið í bæjarráði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Á fundi bæjarráðs 16. október 1996 féllu atkvæði jöfn við afgreiðslu málsins. Á fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember sama ár var bæjarábyrgðin samþykkt með 5 atkvæðum þeirra Jóhanns Geirdals, Kristjáns Gunnarssonar, Steindórs Sigurðssonar, Björns H. Guðbjörnssonar og Sólveigar Þórðardóttur. Á móti voru Jónína Sanders, Björk Guðjónsdóttir og Þorsteinn Erlingsson. Ellert Eiríksson, Drífa Sigfúsdóttir og Anna Margrét Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Árni Sigfússon: Nauðsynlegt að kaupa húsnæðið
Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, er nú í skoðun að leigja húsnæðið til Hauks Guðmundssonar en hann er sá sami og fékk ábyrgðina á sínum tíma. Árni segir að nauðsynlegt hafi verið að kaupa húsnæðið þar sem að bærinn hefði ekki fengið fasteignagjöldin endurgreidd og einnig vegna þess að ábyrgðaskuldin stóð. Þess vegna hafi verið vert að skoða möguleika Reykjanesbæjar á útleigu á þessu húsnæði. Telur Árni að það muni skýrast á allra næstu vikum hvort að Hauki Guðmundssyni takist að skapa atvinnu í húsinu. En það er ekki á dagskrá bæjarins að leggja fjármuni í þá starfsemi.
Jóhann Geirdal: Eðlilegt að veita bæjarábyrgð á þessum tíma
Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vill taka það skýrt fram að á þeim tíma sem tillagan var flutt fram þá hafi verið hópur á bakvið hana en hann mælti með henni. Jóhann segir að á þessum tíma, þ.e.a.s. árið 1996, voru fyrirtæki sem þessi varla reist án svona ábyrgðar. Segir hann að bæjarstjórnin hafi gert þetta í fleiri tilvikum og að sumar ábyrgðir hafi þeir fengið í hausinn en sumar ekki. Tvívegis var beiðni Hauks Magnússonar tekin fyrir en í síðara skiptið var hún samþykkt. Um það vill Jóhann segja að einhver klofningur hafi verið innan meirihlutans því hópurinn sem mælti með tillögunni hafi verið í minnihluta.