Reykjanesbær styrkir samtökin '78
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja Samtökin ‘78 um 200.000 krónur fyrir starfsárið 2021. Samtökin ‘78 bjóða upp á víðtæka þjónustu þegar kemur að fræðslu, ráðgjöf og rekstri félagsmiðstöðva fyrir ungmenni. Aukin aðsókn hefur verið í þjónustu samtakanna síðustu ár og stór hluti þeirrar aukningar eru börn og ungmenni.