Reykjanesbær styrkir bátakaup
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Suðurnes um 1,2 milljónir króna til að ljúka við fjármögnun við kaup á björgunarbáti. Björgunarsveitin hafði safnað 7 milljónum króna í verkefnið.
Bæjarráð telur mikilvægt að björgunarbátur verði staðsettur í Reykjanesbæ. Styrkurinn var því samþykktur og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.