Reykjanesbær styður við námskeiðahald
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 25. september sl. að gerast aðili að samtökunum Junior Achievement á Íslandi en hlutverk þeirra er að styðja við námskeiðahald í grunn- og framhaldsskólum.
Félagsaðild felur í sér þátttöku til 3ja ára í senn og mun fulltrúi Reykjanesbæjar taka þátt í stefnumótun samtakanna. Með þátttöku sinni veitir bærinn samtökunum brautargengi í bæjarfélaginu og styður við námskeiðahald í grunn og framhaldsskólum með því að útvega ráðgjafa til námskeiðahalds úr röðum starfsmanna sinna.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er jafnframt þátttakandi í verkefnum JA sem stuðla að því að tengja saman atvinnulíf með hagsmuni beggja að leiðarljósi.
Félagsaðild felur í sér þátttöku til 3ja ára í senn og mun fulltrúi Reykjanesbæjar taka þátt í stefnumótun samtakanna. Með þátttöku sinni veitir bærinn samtökunum brautargengi í bæjarfélaginu og styður við námskeiðahald í grunn og framhaldsskólum með því að útvega ráðgjafa til námskeiðahalds úr röðum starfsmanna sinna.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er jafnframt þátttakandi í verkefnum JA sem stuðla að því að tengja saman atvinnulíf með hagsmuni beggja að leiðarljósi.