Reykjanesbær stendur ekki við samkomulag sitt við Garð
Brynja Kristjánsdóttir Bæjarfulltrúi í Garði skrifar
Garðvangur hefur verið starfsræktur hér í Garði frá árinu 1976 fyrst sem elliheimili og síðan hjúrkrunarheimili.
Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum hefur frá stofnun DS séð um rekstur heimilis.
Að Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum standa 4 bæjarfélög þ.e Reykjanesbær,Vogar Sandgerði og Garður. Nú hefur Reykjanesbær ásamt Vogum tekið þá ákvörðun að loka Garðvangi þrátt fyrir samkomulag bæði frá 2004, í nýgerðu Svæðiskipulagi svæðisins og samkomulagi nú í mars sl þegar sótt var um til ráðuneytissins um 20 aukarými fyrir Nesvelli.
Ástæðurnar eru tvær að mati formanns DS Böðvars Jónssonar.
• að Garðvangur þarfnist verulegra endurbóta
• hallareksturs undanfarinna ára.
Að Garðvangur þarfnist endurbóta hefur verið ljóst síðustu 10 ár og á árinu 2004 þegar ákveðið var að fara í uppbyggingu öldrunarþjónustu í Reykjanesbæ var gert samkomulag um að beðið yrði með endurbætur á Garðvangi þar til þeirri uppbyggingu væri lokið.
Beðið hefur verið með þolinmæði eftir að þeirri uppbyggingu ljúki sem nú rúmum 8 árum síðar hefur tekist og þá á ekki að standa við það samkomulag allra bæjarfélaganna sem gert var. Engar forsendur hafa breytst þó svo því sé haldið fram.
Skýrsla landlæknis kom engum á óvart.
Í greinagerð formanns með tillögunni til Heilbrigðisráðuneytissins segir að rekstur Garðvangs síðustu 5 árin hafi skilað 72 milljóna króna halla samanlagt og að helmingur af því séu lífeyrisskuldbindingar.
Þá er ljóst að halli á rekstrinum eru um 7 milljónir á ári. Á aðalfundum DS hefur hallarekstur Garðvangs ávallt verið útskýrður með því að þar séu þyngri einstaklingar en á Hlévangi.Þessi útskýring framkvæmdastjóra Garðvangs var tekin góð og gild
Hvar verða þessir þungu einstaklingar þegar Garðvangi hefur verið lokað, mun það ekki skekkja myndina þá á Hlévangi eða Nesvöllum?
Aftur var gert samkomulag í mars sl milli bæjarstjóra sveitarfélagana þegar unnið var að þeim breytingum sem yrðu þegar Nesvellir tækju til starfa.
Eftirfarandi er bókun bæjarráðs Garðs þann 14.mars sl
„Unnið verði að því að fjölga hjúkrunarrýmum á starfssvæði DS þannig að aldraðir sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda fái notið þeirrar þjónustu sem þeir þarfnast. Sveitarfélögin standi sameiginlega að erindi til Velferðarráðuneytisins um 20 hjúkrunarrými til viðbótar þeim 60 sem heimiluð hafa verið á Nesvöllum, enda þjóni Nesvellir íbúum svæðisins alls. Garðvangur verði rekinn áfram sem 20 rýma hjúkrunarheimili. Staðið verði sameiginlega að umsókn um fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta á Garðvangi. Hlévangur verði seldur og söluandvirðið lagt í endurbætur á Garðvangi. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja verði horft til þess að í samræmi við stækkandi samfélög verði í framtíðinni hjúkrunarrými í öllum bæjarfélögunum.
Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem standa að DS komi að samningum við væntanlega rekstraraðila hjúkrunarheimilanna að Garðvangi og Nesvöllum.
Staðið var sameiginlega að umsókninni til ráðuneytissins en annað í samkomulaginu svikið
Á fundi Heilbrigðisráðuneytissins í apríl sl með fulltrúum Garðs og Sandgerðis
var það alveg skýrt í svörum ráðuneytissins þá að samstaða yrði að vera á milli allra sveitarfélaganna um staðsetningu rýmanna.
Einhliða ákvörðun Reykjanesbæjar með stuðningi Voga hefur nú verið sett fram á stjórnarfundi DS 15. júlí sl og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Garðs og Sandgerðis , án þess að ræða við bæjarfulltrúa áður eða reyna sáttaleið.
Þessi ósvifni sem stóra bæjarfélagsið hér á Reykjanesi gagnvart þeim minni sýnir nú er með öllu óviðunandi.
Brynja Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Garði