Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær sparar sex milljónir vegna snjóleysis
Miðvikudagur 28. desember 2016 kl. 09:32

Reykjanesbær sparar sex milljónir vegna snjóleysis

Fyrri hluti árs dýrkeyptur - haustið afburðar gott

Kostnaður vegna snjómoksturs í Reykjanesbæ dregst saman um rúmar sex milljónir milli ára. Þrátt fyrir að tíðarfar hafi verið með besta móti frá haustinu og snjódagar teljandi á fingrum annarar handar hér á suðvesturhorninu, þá hefur Reykjanesbæ áður borgað minna í snjómokstur og hálkueyðingar. Fyrri hluti ársins 2016 gerir það að verkum að heildarupphæð fyrir þennan lið er nú um 20 milljónir króna í samanburði við 26 milljónir króna fyrir árið 2015. 

Tíðin var sérstaklega góð árið 2014 en þá var kostnaðurinn aðeins 14,2 milljónir fyrir snjómokstur í Reykjanesbæ. Veturinn var sérstaklega harður árið 2011 en þá kostaði snjórinn Reykjanesbæ rúmar 35 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024