Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær skoðar samninga um vinnutímaákvæði grunnskólakennara
Mánudagur 31. janúar 2005 kl. 16:25

Reykjanesbær skoðar samninga um vinnutímaákvæði grunnskólakennara

Fræðslusvið Reykjanesbæjar hefur hafið undirbúning að gerð samninga um vinnutímaákvæði við grunnskólakennara í framhaldi af nýjum kjarasamningi en frétt á heimasíðu bæjarins segir þar skapast tækifæri fyrir grunnskóla að taka upp í tilraunaskyni hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga.

Vinnutímaákvæðin eru á bilinu kl. 8 - 17 og innan þeirra tímamarka er öll vinnuskylda kennara (kennsla, undirbúningstími, verkstjórnartími og tími vegna símenntunar). Samkomulag þess efnis milli skóla og sveitarfélaga skal bera undir samstarfsnefnd.

Reykjavíkurborg og Garðabær hafa þegar hafið undirbúning að gerð slíkra samninga við tiltekna skóla en Fræðslusvið  hyggst kanna hvort hljómgrunnur sé fyrir slíkum samningi í Reykjanesbæ við einn eða fleiri skóla og hefur verið skipaður starfshópur til þess að vinna málinu brautargengi. Æskilegt er talið að tengja slíkan samning við upphaf Akurskóla og þeirri nýbreytni sem þar verður viðhöfð í skólastarfi.

VF-mynd af fundi kennara í verkfallinu. Texti af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024