Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Reykjanesbær skilar jákvæðu veltufé
  • Reykjanesbær skilar jákvæðu veltufé
Fimmtudagur 24. apríl 2014 kl. 09:24

Reykjanesbær skilar jákvæðu veltufé

– frá rekstri fjögur ár í röð.

Veltufé frá rekstri í heildarreikningi Reykjanesbæjar árið 2013 var tæp 13,9% og það besta sem verið hefur frá því efnahagskreppan skall á. Reykjanesbær hefur skilað jákvæðu veltufé frá rekstri s.l. fjögur ár en árin 2008 og 2009 var veltufé neikvætt. 
 
„Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga og það er því grundvallaratriði að veltufé sé jákvætt frá rekstri og mikilvægt að styrkja það enn frekar á næstu árum,“  segir Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Reykjanesbæjar, í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
 
„Rekstrarsamanburður við önnur sveitarfélög hefur sýnt að rekstur okkar er hagkvæmur, þótt alltaf skuli keppt að því að gera betur. Skatttekjur á íbúa eru samt í hópi lægstu sveitarfélaga en kröfur um góða þjónustu ekki síðri. Markmið okkar er að ná veltufé frá rekstri mun hærra til að standa undir fjárskuldbindingum,“ segir Þórey jafnframt í tilkynningunni.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024