Reykjanesbær: Sjálfstæðisflokkur með nauman meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður úr skoðanakönnun Gallups sem gerð var fyrir Víkurfréttir 30. apríl til 5. maí sl. D-listinn fær í könnuninni 50,9%, S-listinn 31,5% og B-listi 17,6%. Úrtakið var 600 manns í Reykjanesbæ. Svarhlutfall var 71,3%, óákveðnir 24,3% en 4,4% ætla að skila auðu eða kjósa ekki.Miðað við úrslit kosninganna fyrir fjórum árum þá er ljóst að Sjálfstæðismenn eru að bæta við sig tæpum 6 prósentustigum en þá fengu þeir 45% og 5 menn kjörna en fengju nú samkvæmt könnuninni 50,9% og sex menn kjörna. Samfylkingin tapar 5,5 prósentustigum frá því 1998 og einum manni. Flokkurinn var með 37% árið 1998 og fjóra menn. Framsókn er með nær sama fylgi og í kosningunum 1998, fékk þá 18% en fær samkvæmt Víkurfréttakönnuninni nú 17,6% og tvo menn.
D og S berjast um mann
Miðað við könnunina eru Sjálfstæðismenn og Samfylking að berjast um manninn sem gefur D-lista hreinan meirihluta. Næsti maður inn væri 4. maður S-listans á kostnað D-lista. Það þyrfti ekki nema sveiflu upp á 1,5 prósentustig milli flokkanna til að svo yrði sem er vel innan vikmarka könnunarinnar. Mun meira þarf til að fella annan mann Framsóknar og eins þarf Framsóknarflokkurinn að bæta við sig miklu fylgi til að ná inn þriðja manninum.
Skipting atkvæða í könnuninni
Í kynskiptingu í skoðanakönnuninni núna skiptast svarendur þannig milli flokkkanna: 55% kjósenda D-lista eru karlar á móti 45% kvenna. Hjá S-lista er meirihluti stuðningsmanna kvenfólk eða 35% (af þeim sem tóku þátt í könnuninni) á móti 28% karla. Hjá Framsókn er skiptingin mjög jöfn, 18% atkvæða í Reykjanesbæ koma frá konum en 17% frá körlum.
Þegar aldur er skoðaður kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn sækir mest fylgi sitt til 55-75 ára eða 55%. S-listinn fær mest sitt fylgi frá 25-34 ára og 45-75 ára. Framsókn fær langmest fylgi sitt frá 35-44 ára og langminnst frá 55-75 ára eða aðeins 8%. Það er langmest sveifla í atkvæðum miðað við aldur hjá B-listanum.
Þá sækir D-listi fylgi sitt meira til Keflavíkurhverfis 53% á móti 44% í Njarðvík/Höfnum. S-listi fær 39% atkvæða úr Njarðvik/Höfnum á móti 29% í Keflavík. Skiptingin er mjög jöfn hjá Framsókn, 18% í Keflavík á móti 17% í Njarðvík/Höfnum.
Athyglisvert er að skoða menntun kjósenda. D-listi sækir flest atkvæði sín til þeirra sem hafa framhaldsskólapróf eða 55%, Samfylkingin fær mest frá þeim sem hafa grunnskólapróf 37% og þeim sem hafa háskólapróf 36%, Framsókn fær hlutfallslega minnst frá háskólamenntuðum 14%. Sjá töfluna hér að ofan.
1998-2002
Fyrir kosningarnar stóðu Víkurfréttir að tveimur könnunum í Reykjanesbæ. Í báðum skoðanakönnununum fékk D-listi milli 52 og 53% og hreinan meirihluta en 45% í kosningunum sjálfum. S-listi fékk í könnununum 1998 frá 30 til 32% en endaði með 37% í kosningunum. B-listi fékk 17% í fyrri könnuninni 1998 en rúm 15% í þeirri seinni og var þá aðeins með mann inni. Í kosningunum fékk flokkurinn svo 18%.
D og S berjast um mann
Miðað við könnunina eru Sjálfstæðismenn og Samfylking að berjast um manninn sem gefur D-lista hreinan meirihluta. Næsti maður inn væri 4. maður S-listans á kostnað D-lista. Það þyrfti ekki nema sveiflu upp á 1,5 prósentustig milli flokkanna til að svo yrði sem er vel innan vikmarka könnunarinnar. Mun meira þarf til að fella annan mann Framsóknar og eins þarf Framsóknarflokkurinn að bæta við sig miklu fylgi til að ná inn þriðja manninum.
Skipting atkvæða í könnuninni
Í kynskiptingu í skoðanakönnuninni núna skiptast svarendur þannig milli flokkkanna: 55% kjósenda D-lista eru karlar á móti 45% kvenna. Hjá S-lista er meirihluti stuðningsmanna kvenfólk eða 35% (af þeim sem tóku þátt í könnuninni) á móti 28% karla. Hjá Framsókn er skiptingin mjög jöfn, 18% atkvæða í Reykjanesbæ koma frá konum en 17% frá körlum.
Þegar aldur er skoðaður kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn sækir mest fylgi sitt til 55-75 ára eða 55%. S-listinn fær mest sitt fylgi frá 25-34 ára og 45-75 ára. Framsókn fær langmest fylgi sitt frá 35-44 ára og langminnst frá 55-75 ára eða aðeins 8%. Það er langmest sveifla í atkvæðum miðað við aldur hjá B-listanum.
Þá sækir D-listi fylgi sitt meira til Keflavíkurhverfis 53% á móti 44% í Njarðvík/Höfnum. S-listi fær 39% atkvæða úr Njarðvik/Höfnum á móti 29% í Keflavík. Skiptingin er mjög jöfn hjá Framsókn, 18% í Keflavík á móti 17% í Njarðvík/Höfnum.
Athyglisvert er að skoða menntun kjósenda. D-listi sækir flest atkvæði sín til þeirra sem hafa framhaldsskólapróf eða 55%, Samfylkingin fær mest frá þeim sem hafa grunnskólapróf 37% og þeim sem hafa háskólapróf 36%, Framsókn fær hlutfallslega minnst frá háskólamenntuðum 14%. Sjá töfluna hér að ofan.
1998-2002
Fyrir kosningarnar stóðu Víkurfréttir að tveimur könnunum í Reykjanesbæ. Í báðum skoðanakönnununum fékk D-listi milli 52 og 53% og hreinan meirihluta en 45% í kosningunum sjálfum. S-listi fékk í könnununum 1998 frá 30 til 32% en endaði með 37% í kosningunum. B-listi fékk 17% í fyrri könnuninni 1998 en rúm 15% í þeirri seinni og var þá aðeins með mann inni. Í kosningunum fékk flokkurinn svo 18%.