Reykjanesbær semur um lán við Depfabankann
Reykjanesbær hefur náð samningum við Depfabankann á Írlandi/Pbb um framlengingu á 1,8 milljarða kr. láni sem gjaldféll í ágúst í fyrra.
Bankinn hafnaði í fyrstu samningum og erfitt var að leita samninga vegna efnahagskreppunnar og erfiðleika bankans sjálfs sem var í slitameðferð.
Með samningi sem bæjarráð samþykkti í morgun er lánið framlengt um tvö ár. Bæjarráð fagnaði samhljóða að komin væri niðurstaða í málið.
„Þetta er mjög jákvætt fyrir okkur. Bankinn hefur gefið sér tíma til að fara yfir stöðu bæjarfélagsins og samþykkir þessa samninga í framhaldi af því. Þetta gefur okkur svigrúm til að losa m.a. um skuldabréf sem bærinn á sem nú er að stofnvirði um 8,2 milljarðar kr,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.