Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í skólamat fyrir grunnskólabörn
Ráðhús Reykjanesbæjar.
Laugardagur 25. mars 2017 kl. 06:00

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í skólamat fyrir grunnskólabörn

Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óska eftir tilboðum í framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Í verkinu felst að framleiða matinn og afhenda á tilteknum tíma og framreiða ásamt uppvaski og frágangi að máltíð lokinni ásamt því að farga úrgangi sem til fellur. Einnig er óskað eftir tilboðum í síðdegishressingu fyrir nemendur í frístundaskóla.

Á vef Reykjanesbæjar segir að markmið með rekstri mötuneyta í grunnskólum Reykjanesbæjar sé að bjóða upp á heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil sem fylgi ráðleggingum um mataræði og næringargildi sem finna má í handbók Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti. Þar segir einnig að bjóðandi skuli gera ráð fyrir að þurfa að bjóða upp á sérfæði fyrir nemendur sem af heilsufarslegum ástæðum gætu þurft á slíku sérfæði að halda, svo sem vegna ofnæmis eða efnaskiptasjúkdóma. Einnig fyrir nemendur sem af trúarlegum ástæðum þurfa á sérfæði að halda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024