Fréttir

Reykjanesbær og Hjörring ekki lengur vinir
Frá Hjörring í Danmörku.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 13:12

Reykjanesbær og Hjörring ekki lengur vinir

– hætta þátttöku í norrænu vinarbæjarsamstarfi

Vináttu Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Hjörring í Danmörku hefur verið hætt. Vinabæjasamskipti sveitarfélaganna hafa staðið áratugum saman en áður en Reykjanesbær varð til voru Keflavíkurbær og Hjörring í vinarbæjarsamstarfi.

Sveitarfélagið Hjörring hefur með tilkynningu hætt þátttöku í norrænu vinarbæjarsamstarfi. Bæjarstjóra Reykjanesbæjar hefur verið falið að þakka Hjörring fyrir vinabæjarsamstarfið á liðnum árum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024