Þriðjudagur 7. janúar 2014 kl. 10:51
Reykjanesbær losar bæjarbúa við jólatré
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar mun hirða upp jólatré fyrir íbúa Reykjanesbæjar dagana 7. - 10. janúar. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu setji tréð út fyrir lóðarmörk og hafi samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200.