Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: Íbúum fölgaði um eitt Sandgerði milli ára
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 09:57

Reykjanesbær: Íbúum fölgaði um eitt Sandgerði milli ára



Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 1,702 milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar um miðársmannfjölda. Þessi fjöldi er nærri því jafn mikill og íbúafjöldi Sandgerðis og ívið meiri en íbúafjöldi Garðs.

Íbúar Reykjanesbæjar voru orðnir 14.029 um mitt árið, Grindvíkingar töldust vera 2,836, í Sandgerði bjuggu 1,757 íbúar, 1,545 í Garði og 1,264 í Vogum. Í öllum sveitarfélögunum var um einhverja íbúafjölgun að ræða.

Líklegt er að þessa íbúafjölgun í Reykjanesbæ megi að verulegu leyti skýra með þeirri íbúafjölgun sem verið hefur á Vallarheiði síðustu misseri. Íbúar þar teljast í dag vera um 1700. Þess má geta að á Háskólavöllum voru afhentar 100 íbúðir síðasta föstudag og nú í lok vikunnar stendur til að afhenda 100 íbúðir til viðbótar.

VFmynd/Hilmar Bragi: Flutt inn á Vallarheiði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024