Reykjanesbær í undanúrslitum í Útsvari
Á morgun, föstudaginn 12. apríl, etja þau Hulda, Baldur og Erik Ólaf kappi við hið eitursnjalla lið Reykjavíkur. Búast má við hörkuspennandi keppni enda hafa bæði liðin staðið sig með eindæmum vel. Lið Reykjavíkur sér nú á eftir öflugum liðsmanni, Óttari Proppé, sem sýnt hefur sérlega góða spretti ekki síst í leiknum og verður spennandi að sjá hver þarf að fara í fötin hans.
Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu kl. 20:00. Einnig stendur fólki til boða að fylgjast með keppninni í sjónvarpssal í Efstaleiti 1.