Reykjanesbær í undanúrslit í Útsvari
Reykjanesbær mun keppa til undanúrslita í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari. Það varð ljóst eftir að liðið hafði sigur gegn Akranesi í kvöld. Lokastaðan var 82-76. Nokkur spenna var í viðureigninni en Reykjanesbær náði snemma forystu og lét hana ekki af hendi.
Símavinurinn Björgvin Ívar var gulls ígildi í stóru spurningunum en fyrst slitnaði sambandið við hann. Reykjanesbær fékk að slá aftur á þráðinn og þá stóð ekki á svörum hjá Björgvini. Undir lokin dugði svo fimm stiga spurning til þess að landa sigri.