Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. júní 2003 kl. 03:29

Reykjanesbær hyggst byggja á “nikkelsvæði”

Reykjanesbær ætlar að nýta forkaupsrétt sinn að byggingarlóðum fyrir allt að 140 íbúðir í útjarðri Keflavíkurflugvallar, svokölluðu Nikkelsvæði. Varnarliðið var með aðstöðu á svæðinu og þar rann olía í jörð en menn telja að tekist hafi að hreinsa jarðveginn. Ríkiskaup fyrir hönd utanríkisráðuneytisins auglýsir um helgina eftir tilboðum í landspilduna.   Landið sem um ræðir er í eigu íslenska ríkisins en það hefur verið deiliskipulagt í samvinnu við sveitastjórn Reykjanesbæjar og kallast nú Hlíðahverfi. Það rúmlega fimmtíu hektarar að stærð. 
 
Reykjanesbær á aðild að landeigendafélagi Ytri-Njarðvíkurhverfis sem á forkaupsrétt að landinu. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn telur hins að það hljóti að skipta máli á hvaða verði landið býðst, en telur að ríkið hefði átt að skila landeigendum landinu aftur í stað þess að auglýsa það til sölu.  
 
Á liðnum árum hefur oft verið fjallað um það í fjölmiðlum að jarðvegur á svæðinu gæti verið mengaður af völdum hersins og í daglegu tali hefur landið gengið undir nafninu Nikkelsvæðið, segir í frétt Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024