Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Reykjanesbær hefur aukið eignir um 23 milljarða kr. frá 2002
Þriðjudagur 5. júní 2012 kl. 23:09

Reykjanesbær hefur aukið eignir um 23 milljarða kr. frá 2002

Eignamyndun bæjarsjóðs Reykjanesbæjar er 23 milljarðar umfram eignasölu á timabilinu 2002 til 2011, skv. samantekt fjármálastjóra Reykjanesbæjar, sem nú liggur frammi. Ein af þekktari klisjum andstæðinga meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórnar Reykjanesbæjar undanfarin ár er að bærinn sé búinn að selja allar eigur sínar og sé eignarlaus. Þær upplýsingar sem nú liggja frammi sanna að slíkar fullyrðingar eru algerlega staðhæfulausar, segir í bókun meirihlutastjórnar Sjálfstæðismanna á bæjarstjórnarfundi í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær hefur þá sérstöðu á meðal íslenskra sveitarfélaga að hafa myndað eignir, bæði í hlutafé og landi, utan lögbundinna verkefna sveitarfélagsins, sem geta skilað bænum umtalsverðum tekjum til lengri tíma litið. Þessar tekjur verða nú í auknum mæli nýttar til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins við banka og lánastofnanir.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að selja eignir fyrir a.m.k. um 5-6 milljarða króna sem er samsvarandi heildarskuldum bæjarsjóðs við banka og fjármálastofnanir.

Böðvar Jónsson
Gunnar Þórarinsson
Magnea Guðmundsdóttir
Einar Magnússon
Baldur Guðmundsson
Ingigerður Sæmundsdóttir