Reykjanesbær greiðir tæplega 10 milljónir til dagmæðra
Heildarniðurgreiðslur Reykjanesbæjar til dagmæðra var kr. 9.602.000, að því er kemur fram í árskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar.
Í desember 2004 voru 17 dagmæður starfandi í Reykjanesbæ. Samtals voru 85 börn í gæslu þann 1. desember 2004, börnin voru öll yngri en tveggja ára gömul.
Reykjanesbær greiðir niður dagvistun allra barna hjá dagmæðrum. Hámarks niðurgreiðsla fyrir fulla vistun er kr. 11.000 á mánuði, fyrir 6-7 tíma er niðurgreiðsla kr. 8.500 og fyrir 4 til 5 tíma vistun kr. 6.000.
Hlutverk Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar er að veita leyfi fyrir rekstri dagmæðra og hafa eftirlit með honum. Félagsmálanefnd í hverju sveitarfélagi ber ábyrgð á velferð barna í sveitarfélaginu og skal sjá til þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt, Félagsmálanefnd veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi gegn gjaldi. Óheimilt er að taka barn í slíka gæslu án þess leyfis.
Vf-mynd úr safni
Í desember 2004 voru 17 dagmæður starfandi í Reykjanesbæ. Samtals voru 85 börn í gæslu þann 1. desember 2004, börnin voru öll yngri en tveggja ára gömul.
Reykjanesbær greiðir niður dagvistun allra barna hjá dagmæðrum. Hámarks niðurgreiðsla fyrir fulla vistun er kr. 11.000 á mánuði, fyrir 6-7 tíma er niðurgreiðsla kr. 8.500 og fyrir 4 til 5 tíma vistun kr. 6.000.
Hlutverk Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar er að veita leyfi fyrir rekstri dagmæðra og hafa eftirlit með honum. Félagsmálanefnd í hverju sveitarfélagi ber ábyrgð á velferð barna í sveitarfélaginu og skal sjá til þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt, Félagsmálanefnd veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi gegn gjaldi. Óheimilt er að taka barn í slíka gæslu án þess leyfis.
Vf-mynd úr safni