Reykjanesbær gefur íbúum sand
- vegna hálku víða í húsagötum. Hægt að sækja á fjórum stöðum.
„Reykjanesbær býður íbúum sínum upp að ná sér í sand ef þeir vilja sanda einhver svæði, t.d. götunar hjá sér eða stíga. Helst er verið að hugsa til þess þegar farið verður í að skjóta upp flugeldum annað kvöld, en mikil hálka er í sumum húsagötum. Búið er að sanda flestar götur bæjarins, en einungis er farin eina umferð fram og til baka í götunum. Með þessu geta íbúar þá bætt um betur og sandað meira,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Eftir kl. 13 í dag verður sandur á eftirtöldum stöðum í Reykjanesbæ og er íbúum heimilt að ganga í þessar hrúgur að vild.
Hér eru upplýsingar um staði og kort af þeim:
Á planinu við enda Norðurvalla (Heiðarborg):
Við botnlanga við Þrastartjörn:
Á planinu við Reykjaneshöll:
Við skemmu, Valhallarbraut, Ásbrú: