Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 11:54

Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri

Reykjanesbær hefur tekið framúr Akureyrarbæ í fjölda íbúa. Íbúar Reykjanesbæjar eru 40 fleiri og hefur fjölgað um 86 frá því síðustu tölur um íbúafjölda voru birtar fyrir mánuði síðan.
 
Í dag eru íbúar Reykjanesbæjar 18.968. Íbúar Akureyrarbæjar eru í dag 18.928 og hefur aðeins fjölgað um 28 frá síðustu tölum. Þar með er Reykjanesbær 4. stærsta sveitarfélag landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024