Reykjanesbær fær 75 milljónir til úthlutunar viðbótarlána
Reykjanesbær hefur fengið 75 milljóna króna viðbótarúthlutun frá Íbúðalánasjóði vegna viðbótarlána til húsnæðiskaupa.
Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem hyggja á íbúðarkaup á næstunni, en upphaflega fjárhæðin sem Reykjanesbær fékk, 300 milljónir, kláraðist í byrjun sumars. Bærinn sótti þegar um 100 milljónir til auka, en fékk aðeins um 25 milljónir sem kláruðust fljótt.
Nú virðist loks sem óvissunni hafi verið eytt og er búist við því að milljónirnar 75 dugi út árið.
Árni Sigurðsson, bæjarstjóri segir eðlilegt að mikil eftirsókn sé eftir lánunum og er ánægður með að ungt fólk sem sé að koma sér upp heimili fái tækifæri til þess.
Árni býst einnig við því að svipað verði uppi á teningnum á næsta ári miðað við uppbygginguna sem er í gangi í bænum. „Nú er búið að úthluta nær öllum lóðum í Tjarnarhverfinu þannig að ég býst við svipaðir eftirspurn eftir viðbótarlánum á næsta ári þegar nýju íbúðirnar fara að byggjast.“
Árni telur einnig að vert sé að taka fram að íbúðir á Suðurnesjum séu afar hentugar og ódýrar í samanburði við svipaðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og það sé mikill styrkur fyrir bæjarfélögin.
Mynd: Oddgeir Karlsson
Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem hyggja á íbúðarkaup á næstunni, en upphaflega fjárhæðin sem Reykjanesbær fékk, 300 milljónir, kláraðist í byrjun sumars. Bærinn sótti þegar um 100 milljónir til auka, en fékk aðeins um 25 milljónir sem kláruðust fljótt.
Nú virðist loks sem óvissunni hafi verið eytt og er búist við því að milljónirnar 75 dugi út árið.
Árni Sigurðsson, bæjarstjóri segir eðlilegt að mikil eftirsókn sé eftir lánunum og er ánægður með að ungt fólk sem sé að koma sér upp heimili fái tækifæri til þess.
Árni býst einnig við því að svipað verði uppi á teningnum á næsta ári miðað við uppbygginguna sem er í gangi í bænum. „Nú er búið að úthluta nær öllum lóðum í Tjarnarhverfinu þannig að ég býst við svipaðir eftirspurn eftir viðbótarlánum á næsta ári þegar nýju íbúðirnar fara að byggjast.“
Árni telur einnig að vert sé að taka fram að íbúðir á Suðurnesjum séu afar hentugar og ódýrar í samanburði við svipaðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og það sé mikill styrkur fyrir bæjarfélögin.
Mynd: Oddgeir Karlsson