Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær eykur fjárveitingu til ferðastyrkja
Þriðjudagur 19. október 2004 kl. 10:28

Reykjanesbær eykur fjárveitingu til ferðastyrkja

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt viðbótarfjárveitingu vegna aukningar á umsóknum um ferðastyrk fyrir námsmenn sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu í fjárhagsáætlun svo hægt sé að afgreiða allar umsóknir um styrki.kr. 1.160.000 umfram kr. 7.200.000 sem gert var ráð fyrir.

Samkvæmt frétt á vef Reykjanesbæjar hefur umsóknum um ferðastyrk fjölgað verulega í kjölfar þess að bæjarstjórn samþykkti nýjar reglur um veitingar þeirra þann 19. nóvember 2002. Þeir sem eiga rétt á ferðastyrk eru háskólanemar í staðbundnu námi á höfuðborgarsvæðinu og framhaldsskólanemar á 1. ári sem stunda nám sem ekki er sérstaklega styrkt af Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Alls bárust Fræðsluskrifstofu 180 umsóknir um styrki fyrir komandi námsár en þar af voru 152 samþykktar og 28 hafnað.
Af þeim sem hlutu ferðastyrk að þessu sinni eru 122 í háskólanámi, 23 í framhaldsskólanámi og 7 í öðru námi sem er styrkhæft.

Háskólanemar eiga ekki rétt á styrk til jöfnunar námskostnaðar frá Lánasjóði íslenskra námsmanna en stór hluti framhaldsskólanema á rétt á slíkum styrk og er þ.a.l. ekki styrktur af Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024