Reykjanesbær: Engin hækkun á gjaldskrá utan gjöld fyrir tónlistarskóla
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 verður lítil sem engin breyting gerð á gjaldskrá Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins.
Gjaldskrá Tónlistarskóla hækkar um 4% en aðrar hækkanir verða ekki á gjaldskrá. Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt 12,7%.
Greiðslur til yngstu barna hækka
Í fjárhagsáætluninni eru gerðar tillögur um að hækka stuðning til foreldra sem nýta þjónustu dagmæðra um 127%, þ.e. í 25 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vistun. Greiðslur bæjarins koma inn þegar barnið er 9 mánaða gamalt og þar til barnið fer í leikskóla.
Álagningarhlutföll fasteigna lækka
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis verða lækkuð um næstu áramót til samræmis við áætlaðar hækkanir á fasteigamati á árinu. Þannig mun bærinn skila til íbúðareigenda sambærilegri lækkun og hækkun fasteigamatsins kann að verða.
Lóðarmat fasteigna hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Því verður veittur 25% afsláttur af lóðarleigu allra þeirra sem greiða 2% lóðarleigu af lóðarmati. Þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fasteignamati lóðar og þeirra sem greiða samkvæmt hlutfalli af verkamannakaupi.
Af vef Reykjanesbæjar
Gjaldskrá Tónlistarskóla hækkar um 4% en aðrar hækkanir verða ekki á gjaldskrá. Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt 12,7%.
Greiðslur til yngstu barna hækka
Í fjárhagsáætluninni eru gerðar tillögur um að hækka stuðning til foreldra sem nýta þjónustu dagmæðra um 127%, þ.e. í 25 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vistun. Greiðslur bæjarins koma inn þegar barnið er 9 mánaða gamalt og þar til barnið fer í leikskóla.
Álagningarhlutföll fasteigna lækka
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis verða lækkuð um næstu áramót til samræmis við áætlaðar hækkanir á fasteigamati á árinu. Þannig mun bærinn skila til íbúðareigenda sambærilegri lækkun og hækkun fasteigamatsins kann að verða.
Lóðarmat fasteigna hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Því verður veittur 25% afsláttur af lóðarleigu allra þeirra sem greiða 2% lóðarleigu af lóðarmati. Þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fasteignamati lóðar og þeirra sem greiða samkvæmt hlutfalli af verkamannakaupi.
Af vef Reykjanesbæjar