Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Reykjanesbær eitt fárra sveitarfélaga með mótaða stefnu í barnaverndarmálum
Fimmtudagur 26. júlí 2007 kl. 09:29

Reykjanesbær eitt fárra sveitarfélaga með mótaða stefnu í barnaverndarmálum

Reykjanesbær getur státað sig af því að vera eitt fjögurra sveitarfélaga í landinu sem hafa mótað stefnu- og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum. Íslenskt stjórnvöld hafa aldrei mótað stefnu í þessum málaflokki og segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu það endurspegla áhugaleysi á málefnum barna. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Í barnaverndarlögum frá árinu 2002 segir að Félagsmálaráðuneyti beri ábyrgð á stefnumótun í barnaverndarmálum. Þessu hefur ekki verið framfylgt samkvæmt frétt RÚV. Lögin kveða einnig á um að sveitarstjórnir skuli marka sér slíka stefnu og semja framkvæmdaáætlun um barnavernd. Af 31 sveitarfélagi hafa einungis fjögur mótað stefnu málaflokknum en það eru barnaverndarnefndir Mosfellsbæjar, Snæfellsbæjar, Þingeyinga og Reykjanesbæjar.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25