Reykjanesbær eignast Valkosti Árna Johnsen
Árni Johnsen hefur gefið Reykjanesbæ listaverkið Valkosti, sem frumsýnt var á listsýningu Árna í Gryfjunni í DUUS-húsum fyrr á þessu ári. Þetta var upplýst á fjölmennum íbúafundi í Njarðvíkurskóla í gærkvöldi. Áki Gräns, málarameistari, upplýsti á fundinum að Árni Johnsen hafi falið sér að velja listaverkið. – Og að sjálfsögðu valdi ég dýrasta verkið, sagði Áki á fundinum í gærkvöldi.
Ekki er ljóst hvar listaverkið verður sett upp. Áki vill sjá það sett upp í Njarðvík en Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagðist frekar vilja sá verkið sett upp í Reykjanesbæ.
Meðfylgjandi er mynd af verkinu.
Ekki er ljóst hvar listaverkið verður sett upp. Áki vill sjá það sett upp í Njarðvík en Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagðist frekar vilja sá verkið sett upp í Reykjanesbæ.
Meðfylgjandi er mynd af verkinu.