Reykjanesbær býður sand í fötu
Reykjanesbær býður bæjarbúum sand í fötu nú þegar hálkan hefur náð hámarki að undanförnu. Á fjórum stöðum í bæjarfélaginu er hægt að nálgast sand, á plani við Heiðarberg, við Reykjaneshöll, við Þrastartjörn og á malarplani við Valhallarbraut, segir í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar.