Reykjanesbær býður lóðir í Tjarnahverfi
Reykjanesbær auglýsir til umsóknar lóðir í Tjarnahverfi sem rísa mun í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Tjarnahverfi mun fullbyggt bjóða 552 íbúðir, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og parhúsum og 65 í einbýlishúsum. Hverfið ber nafn af tjörnunum í Innri Njarðvík sem eru neðan við hverfið og götur bera heiti fulg aog tjarna s.s. Álftatjörn, Lómatjörn o. fl.. Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er 11 þúsund og er bæjarfélagið það fimmta stærsta á íslandi.
Stærð samfélagsins gefur tækifæri til að bjóða alla þjónustu sem íbúar sækjast eftir á höfuðborgarsvæðinu en um leið kosti minni bæjar. Hér er fjölskrúðugt íþrótta-, tómstunda-, og menningarlíf, s.s. tvö íþróttafélög með fjölþætta starfsemi, kvikmyndahús, listsýningasalir, góður tónlistarskóli, og aðstaða til golf-, siglinga og hestaíþrótta, svo fáein dæmi séu nefnd.
Engir biðlistar eru eftir leikskólum. Allir grunnskólar bjóða heitan mat í hádegi og yngri grunnskólabörnum býðst að nýta sér Frístundaskóla að grunnskóla loknum. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitir ókeypis almenningsvagnaþjónustu!
Megin atvinnustoðir til framtíðar tengjast styrkleikum Reykjaness; þjónustu við alþjóðaflugvöll sem fer ört stækkandi, nýju iðnaðar- og þjónustusvæði í Helguvík, höfuðstöðvum Hitaveitu Suðurnesja og tengingu hennar við virkjanir, þjónustu og rannsóknir á svæðinu. Fiskvinnslufyrirtæki hafa séð kosti við að búa hér svo nærri flutningaleiðum. Í bænum fjölgar ört tækifærum í ferðaþjónustu vegna nálægðar við flugvöllinn og útivistarperlur á Reykjanesinu. Höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru í Reykjanesbæ. Af stærð samfélagsins skapast einnig fjöldi almennra atvinnutækifæra.
Líflegt og fjölbreytt hverfi
Áhersla er lögð á líflegt og fallegt umhverfi með margbreytilegu göturými og notkun trjágróðurs. Þá er gert ráð fyrir skemmtilegum göngu- og skólaleiðum og hóflegum hraða bílaumferðar eftir lífæðinni. Í næsta nágrenni er verið að byggja upp svonefndan Víkingaheim, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í forgrunni víkingasögusýningar. Þetta mun tryggja enn meiri áherslu á vandaða og sérstaka umgjörð Tjarnahverfis.
Vandaðir skólar í Tjarnahverfi
Nýr grunnskóli, Akurskóli, er í byggingu í Tjarnahverfi sem hefur starfsemi haustið 2005. Akurskóli verður opinn skóli að nýjustu fyrirmynd er leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þar verður miðrýmið með sérstakri upplýsinga- og bókastofu svonefndri Thorkillístofu.
Leikskólinn Holt er í hverfinu en hann hefur nýlega verið stækkaður og endurnýjaður til að taka við fjölda barna á leikskólaaldri sem flytja í Tjarnahverfi.
Örugg og skjót aðkoma að Tjarnahverfi
Unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar sem skapar örugga og greiða leið á milli höfuðborgarsvæðis og Tjarnahverfis en mislæg gatnamót af Reykjanesbraut munu liggja beint inn að Tjarnahverfi. Almenningsvagnar aka á milli hverfa í Reykjanesbæ og frítt er í strætó! Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Stærð samfélagsins gefur tækifæri til að bjóða alla þjónustu sem íbúar sækjast eftir á höfuðborgarsvæðinu en um leið kosti minni bæjar. Hér er fjölskrúðugt íþrótta-, tómstunda-, og menningarlíf, s.s. tvö íþróttafélög með fjölþætta starfsemi, kvikmyndahús, listsýningasalir, góður tónlistarskóli, og aðstaða til golf-, siglinga og hestaíþrótta, svo fáein dæmi séu nefnd.
Engir biðlistar eru eftir leikskólum. Allir grunnskólar bjóða heitan mat í hádegi og yngri grunnskólabörnum býðst að nýta sér Frístundaskóla að grunnskóla loknum. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitir ókeypis almenningsvagnaþjónustu!
Megin atvinnustoðir til framtíðar tengjast styrkleikum Reykjaness; þjónustu við alþjóðaflugvöll sem fer ört stækkandi, nýju iðnaðar- og þjónustusvæði í Helguvík, höfuðstöðvum Hitaveitu Suðurnesja og tengingu hennar við virkjanir, þjónustu og rannsóknir á svæðinu. Fiskvinnslufyrirtæki hafa séð kosti við að búa hér svo nærri flutningaleiðum. Í bænum fjölgar ört tækifærum í ferðaþjónustu vegna nálægðar við flugvöllinn og útivistarperlur á Reykjanesinu. Höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru í Reykjanesbæ. Af stærð samfélagsins skapast einnig fjöldi almennra atvinnutækifæra.
Líflegt og fjölbreytt hverfi
Áhersla er lögð á líflegt og fallegt umhverfi með margbreytilegu göturými og notkun trjágróðurs. Þá er gert ráð fyrir skemmtilegum göngu- og skólaleiðum og hóflegum hraða bílaumferðar eftir lífæðinni. Í næsta nágrenni er verið að byggja upp svonefndan Víkingaheim, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í forgrunni víkingasögusýningar. Þetta mun tryggja enn meiri áherslu á vandaða og sérstaka umgjörð Tjarnahverfis.
Vandaðir skólar í Tjarnahverfi
Nýr grunnskóli, Akurskóli, er í byggingu í Tjarnahverfi sem hefur starfsemi haustið 2005. Akurskóli verður opinn skóli að nýjustu fyrirmynd er leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þar verður miðrýmið með sérstakri upplýsinga- og bókastofu svonefndri Thorkillístofu.
Leikskólinn Holt er í hverfinu en hann hefur nýlega verið stækkaður og endurnýjaður til að taka við fjölda barna á leikskólaaldri sem flytja í Tjarnahverfi.
Örugg og skjót aðkoma að Tjarnahverfi
Unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar sem skapar örugga og greiða leið á milli höfuðborgarsvæðis og Tjarnahverfis en mislæg gatnamót af Reykjanesbraut munu liggja beint inn að Tjarnahverfi. Almenningsvagnar aka á milli hverfa í Reykjanesbæ og frítt er í strætó! Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.