Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær býður „Land tækifæranna“ við Reykjanesbrautina
Mánudagur 27. mars 2006 kl. 18:46

Reykjanesbær býður „Land tækifæranna“ við Reykjanesbrautina

Reykjanesbær hefur um helgina auglýst í dagblöðunum „Land tækifæranna, nýtt athafnasvæði í alfaraleið“. Um er að ræða úthlutun á lóðum á nýju athafnasvæði meðfram Reykjanesbrautinni að norðanverðu, í suðurjaðri fyrirhugaðrar 10.000 íbúa byggðar í Tjarnarhverfi, Dalshverfi og Stapahverfi.

Í auglýsingu Reykjanesbæjar segir að með svæðinu opnist einstakir möguleikar fyrir fyrirtæki sem huggjast byggja upp starfsemi, víkka út eða flytja um set. Staðurinn sem auglýstur er er t.d. sá eini á landinu þar sem alþjóðaflugvöllur er í 5 mínútna fjarlægð og höfuðborgarsvæðið innan seilingar.

Vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og úrvals hafnaraðstöðu í Helguvík, þar sem skapaður hefur verið grunnur að stóru iðnaðar- og þjónustusvæði, hentar svæðið sérstaklega vel fyrir fyrirtæki í inn- og útflutningi, t.d. bifreiðaumboð og bílasölur, svo ekki sé minnst á byggingarfyrirtæki sem hagnast munu á nálægðinni við hina öru uppbyggingu á svæðinu, segir í auglýsingu frá Reykjanesbæ í dagblöðum um helgina.

Í auglýsingunni er síðan mynd sem sýnir 4 kílómetra langt svæðið sem er í boði, sem nær frá gokart-brautinni og inn með Reykjanesbrautinni, langt inn á Vogastapann. Myndin er hér meðfylgjandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024