Reykjanesbær áfram eftir spennandi viðureign
Reykjanesbær bara sigurorð af Mosfellsbæ í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari í kvöld með 88 stigum gegn 81. Reykjanesbær er þar með komið í átta liða úrslit. Keppni var jöfn og spennandi en á lokasprettinum reyndust Suðurnesjamenn sterkari. Áður hafði Reykjanesbær sigrað Fljótsdalshérað en sú viðureign var einnig æsispennandi og munaði aðeins einu stigi.