Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: 130 umsóknir um 77 lóðir í Dalshverfi 2
Miðvikudagur 22. febrúar 2006 kl. 15:51

Reykjanesbær: 130 umsóknir um 77 lóðir í Dalshverfi 2

130 umsóknir bárust í þær 77 lóðir fyrir einstaklinga, sem úthlutað verður í fyrirhuguðu Dalshverfi 2 í Reykjanesbæ. Svo virðist því sem eftirspurnin sé lítið að minnka þrátt fyrir þær úthlutanir sem nýlega hafa farið fram í öðrum nýjum hverfum bæjarins.

Að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, framkvæmarstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs verður dregið úr þessum 130 umsóknum í næstu viku.

Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag og var mikill erill á bæjarskrifstofunni vegna þessa. Næst mun verða úthlutað í 500 íbúða hverfi ofar á Stapanum. Að sögn Viðars Más verður hægt að byrja á þeim úthlutunum í apríl.

Á bæjarstjórnarfundi á mánudaginn kom fram í umræðu um þessi mál að nægt framboð væri ennþá á lóðum samkvæmt því skipulagi sem liggur fyrir og flestir þeir sem þegar hafi sótt um lóðir væru búnir að fá úthlutað.
Þar kom einnig fram að 35% umsókna kæmu frá aðilum utan svæðis, 25% væru af höfuðborgarsvæðinu og 10% frá aðilum í öðrum sveitarfélögum Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024