Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær  yfirtekur 300 milljóna króna rekstur
Mánudagur 1. nóvember 2010 kl. 10:43

Reykjanesbær yfirtekur 300 milljóna króna rekstur

-þegar málefni fatlaðra færast yfir til sveitarfélaga um áramót


Um næstu áramót flytast málefni fatlaðra frá ríki yfir til sveitarfélaga sem þessa dagana undirbúa viðtöku á þessu viðamikla verkefni. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum ræða hvernig best verði að þessu staðið og virðist almennt vera sammála um að gera Suðurnesin að einu þjónustusvæði. Ljóst er að verkefnið er nokkuð stórt og þarf góðan undirbúning. Komið hafa fram áhyggjur yfir því að tíminn sé of naumur og hættan á klúðri yfirvofandi. Þær komu m.a.fram á aðalfundi SSS í haust og hjá bæjarfulltrúa Framsóknar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ, en bærinn tekur yfir um 300 milljóna króna rekstur frá ríkinu vegna málaflokksins.

Í Reykjanesbæ eru 232 einstaklingar sem nýta þjónustu við fatlaða. Þá er ótaldir þeir sem eru á biðlistum. Um er að ræða 97 börn upp að 17 ára aldri og 135 fullorðna.
Alls starfa 48 manns við þjónustuna í 29 stöðugildum, þ.e. þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfulltrúar.

Félagsþjónusta Reykjanesbæjar  býr sig undir að taka þennan málaflokk yfir og setja inn í sitt skipurit. Markmiðið er að fella hann inn í þá stoðþjónustuna sem fyrir er og samþætta þessi þætti.
Málefni fatlaðra munu kosta Reykjanesbæ árlega um 300 milljónir sé tekið mið af rekstri svæðisskrifstofunnar, samkvæmt því sem fram kom í máli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þar rakti hann helstu tölur og varpaði ljósi á umfang þessa málaflokks. Þau fjögur stöðugildi sem eru á svæðisskrifstofunni munu væntanlega deildast á þau þrjú félagsþjónustusvæði sem eru á Suðurnesjum.  Reykjanesbær mun einnig taka yfir hlut ríkisins í starfsemi Bjargarinnar og Ragnarsseli með fjárframlagi frá ríkinu, samvæmt því sem fram kom í máli Árna.

Þá nefni Árni þá margvíslegu búsetuþjónustu sem verður á könnu Reykjanesbæjar framvegis. Þar er um ræða tvö sambýli í Lyngmóa, þjónustuíbúðir í Seljudal og liðveisla. Þrátíu manns njóta þessarar þjónustu en 38 starfsmenn inna hana af hendi.
Hæfingarstöðin við Hafnargötu kemur einnig inn í þennan rekstur. Af 19 einstaklingum sem þar njóta þjónustu eru 13 úr Reykjanesbæ. Tíu starfsmenn eru á hæfingarstöðinni. Fjórtán einstaklingar nýta atvinnu með stuðningi og 23 börn úr Reykjanesbæ eru í skammtímavistun í Garði. Öll þessi þjónusta færist til Reykjanesbæjar, samkvæmt því sem fram kom í máli Árna. Auk þess er bærinn með 25 stuðningsfjölskyldur á sínum snærum sem fellur undir þennan málaflokk.

Árni nefndi einnig biðlistana. Átján fullorðnir og þrjú börn eru á biðlisa eftir búsetuþjónustu og sagði Árni að skoða yrði strax hvernig þau mál yrðu leyst. Leitað hafi verið eftir svörum frá ríkinu varðandi stuðning og fjármagn. Þá eru einnig börn á biðlista eftir skammtímavistun.

Reykjanesbær hefur fengið ráðgjafa til liðs við sig vegna yfirtökunnar en sá hefur haldið utan um málefni fatlaðra fyrir ríkið. Árni sagði að móta þyrfti stefnu um það hvernig þessum málum yrði hagað innan félagsþjónustunnar, auk þess að ræða við forsvarsmenn og starfsmenn í þeim stofnunum sem málinu tengjast.  Gert væri ráð fyrir að allir gengju að sömu kjörum og þeir hafi haft.

Eins og áður hefur komið fram munu sveitarfélögin fá tekjur með verkefninu í gegnum skattkerfið. Útsvarið verður hækkað en tekjuskattur lækkaður þannig að ekki komi til skattahækkana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024