Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær, Garður og Sandgerði í eina sæng?
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 13:25

Reykjanesbær, Garður og Sandgerði í eina sæng?

Í tillögum sameiningarnefndar sveitarfélaga er gert ráð fyrir að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist undir einu merki og Vatnsleysustrandarhreppur sameinist Hafnarfirði. Grindavík verður ekki sameinuð öðrum sveitarfélögum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga fer fram laugardaginn 8. október 2005, í stað 23. apríl nk., eins og gert var ráð fyrir.

Samstarfsnefnd á hverju svæði verður heimilt að láta atkvæðagreiðsluna fara fram fyrr ef það er mat nefndarinnar að sameiningartillaga muni hljóta næga kynningu meðal íbúa fyrir kjördaginn. Skal samstarfsnefndin kynna félagsmálaráðuneytinu þá ákvörðun sína svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 20. maí 2005 til að ráðuneytið geti gert ráðstafanir til að láta utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefjast tímanlega fyrir kjördag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024