Reykjanesbæ gefin sýning Einars Garibaldi
Listasafni Reykjanesbæjar var í dag færð stórgjöf þegar listamaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson færði safninu að fjöf sýningu sína, Reykjanes - blað 18, sem sett hefur verið upp í nýjum sýningarsal í DUUS-húsunum í Gróf. Sýning Einars Garibaldi er fyrsta sýningin í nýja salnum. Gjöfinni var fagnað með miklu lófaklappi sýningargesta.Góður rómur var gerður að sýningu listamannsins en listaverkin eru unnin uppúr Uppdrætti Íslands, korti Landmælinga og byggja verkin á sýningunni á skýringarmyndum og táknum á korti númer 18 - Reykjanesi.
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, veitti gjöf listamannsins viðtöku og færði honum myndarlegan blómvönd sem þakklætisvott. Sýningin ver opin nú um helgina og sjón er sögu ríkari.
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, veitti gjöf listamannsins viðtöku og færði honum myndarlegan blómvönd sem þakklætisvott. Sýningin ver opin nú um helgina og sjón er sögu ríkari.