Reykjanes Express, hraðleið um Reykjanesbraut tekin í gagnið
Reykjanes Express, hraðleið um Reykjanesbraut á milli Reykjanesbæjar og miðborgar Reykjavíkur, var tekin formlega í notkun í dag. Með tilkomu þessarar leiðar er um að ræða mikla bragarbót í samgöngum milli svæðanna, en einn grundvöllurinn á bak við verkefnið er tilkoma háskólanema á Keilissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Stefnt er að því að ferðin taki 40 mínútur.
Í tilkynningu segir að Reykjanes Express er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, SBK, Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þar sem lagt er upp með aukið þjónustustig og mikla fargjaldalækkun fyrir skólafólk í Reykjanesbæ sem sækir framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Öðrum sveitarfélögum hefur einnig verið boðið að koma að verkefninu.
Afsláttarverð pr. nemenda er kr. 350 en það verð er innifalið í leigugjaldi þeirra nemenda sem búa á Keilissvæðinu. Hér er um verulega lækkun á fargjaldi að ræða sem er tilraun til að fjölga farþegum en hún verður endurskoðuð um áramót.
Þá hefur ferðum verið fjölgað um tvær og eru nú ferðir frá Reykjavík kl. 16 og kl. 23.
Áætlunin hefst að fullu mánudaginn 27. ágúst.
Fulltrúar Reykjanesbæjar, Keilis, SBK og Kadeco við bíl Reykjanes Express.