Reyk lagði yfir Ásbrú og Ásahverfi
Töluverðan reyk lagði yfir Ásbrú og Ásahverfið í Njarðvík nú fyrir skömmu en svo virtist sem kviknað væri í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Svo reyndist hins vegar ekki vera en um var að ræða æfingu hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem mikill reykmökkur myndaðist eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi blaðamaður Víkurfrétta tók fyrir skömmu.