Rétturinn lokar matsal en selur mat út
„Við erum bara að bregðast við á þann hátt sem við teljum vera réttan og ábyrgan,“ segir Magnús Þórisson, matreiðslumeistari á Réttinum í Keflavík en frá 17. Mars verður ekki í boði að borða mat í matsal.
Áfram verður hægt að koma og kaupa mat í bakka og þá sinnir Rétturinn einnig áfram útkeyrslu matarbakka til fyrirtækja.
Í síðustu viku var salatbar matstofunnar lokað vegna Covid -19. Magnús sagði í stuttu spjalli við Víkurfréttir í dag að aðsókn í salinn í morgun hafi verið brot af venjulegri traffík. „Þetta var um 80-90% færri sem komu en margir sem nýttu sér að fá mat með sér í vinnuna eða heim.“