Mánudagur 14. ágúst 2017 kl. 11:27
Réttindalausir ökumenn stöðvaðir
Fjórir ökumenn sem allir reyndust vera réttindalausir voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þar af var einn á þrítugsaldri sem aldrei hafði öðlast slík réttindi. Tveir til viðbótar voru jafnframt grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og sá fjórði ók sviptur réttindum.