Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Réttindalausir ökumenn í umferðinni
Mánudagur 22. ágúst 2016 kl. 12:39

Réttindalausir ökumenn í umferðinni

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku án ökuréttinda í umdæminu. Einn þeirra ók á ljósastaur og viðurkenndi brot sín. Annar, sem hafði verið sviptur ævilangt, ók aftan á bifreið sem var fyrir framan hann. Sá þriðji, sem einnig ók sviptur, reyndist vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Fjórði réttindalausi ökumaðurinn ók inn á Reykjanesbrautina án þess að virða stöðvunarskyldu.

Þá var réttindalaus ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Tveir til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnaaksturs um helgina og var annar þeirra með útrunnin ökuréttindi.

Public deli
Public deli