Fimmtudagur 15. maí 2008 kl. 12:01
Réttindalaus ók utan í bíl
Minniháttar umferðaróhapp varð í Sandgerði í gær þar sem réttindalaus ökumaður á léttu bifhjóli ók utan í bifreið. Hann var einnig hjálmlaus. Engin slys hlutust af.
Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.