Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réttindalaus og undir áhrifum
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 13:08

Réttindalaus og undir áhrifum

Rúmlega tvítugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð nýverið reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Að auki var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tíu ökumenn til viðbótar hafa verið teknir úr umferð í umdæminu á síðustu dögum, einnig vegna gruns um vímuefnaakstur.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fimmtán bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024