Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. júlí 2000 kl. 14:37

Réttindalaus bílþjófur

15 ára gömul stúlka var stöðvuð á Seylubraut í Innri Njarðvík, sl. föstudag, þar sem hún hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi í Grindavík og ekið henni suðureftir. Hún var réttindalaus, sökum ungs aldurs. Í bílnum voru fjórir farþegar, ungmenni á aldrinum 15-16 ára, öll af höfuðborgarsvæðinu. Haft var samband við foreldra þeirra og hald lagt á bifreiðina. Krökkunum var síðan ekið til síns heima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024